Þrenningarkenning kirkjunnar

Ein af grundvallarkenningnum kirkjunnar er villukenningin um þríeinan guð. Kenningin á sér enga stoð í Biblíunni, nema ef vera skyldi nokkra útúrsnúninga úr versum Nýjatesatmenntisins og ber þar helzt að líta til Matt. 1:23 ” Sjá, yngismær mun þunguð verða og fæða son og lætur hann heita Immanúel,“ það þýðir: Guð með oss.” Á lokaorðunum byggir þrenningarkenningin ásamt með nokkrum örðum tilvitninum.

Flestir kristnir trúa þessari kenningu í blindni. Kirkjan hefur um aldir predikað þessa kenningu fyrir söfnuðunum og fólk brýtur ekki heilann um kenningar kirkjunnar, heldur kyngir þeim athugasemdarlaust; svona þegar á heildina er litið. Þó eru alltaf einstaklingar, sem kyngja ekki hverju sem er og þar af leiðandi eru nokkrir kristnir guðfræðingar, sem hafa efast um þessa kenningu gegnum tíðina og komizt að þeirri niðurstöðu; - í óþökk prelátanna, bæði þeirra katólsku og mótmælenda, að eitthvað sé bogið við þessa kenningu, ef Hin heilögu rit eru grandskoðuð.

 

Hvers vegna skyldi vera nauðsynlegt fyrir okkur að velta vöngum yfir þessari kenningu? Svarið er, að Jesús sjálfur sagði skv. Jóh. 17:1

 

1Þetta talaði Jesús, hóf augu sín til himins og sagði: „Faðir, stundin er komin. Ger son þinn dýrlegan til þess að sonurinn geri þig dýrlegan. 2Þú gafst honum vald yfir öllum mönnum að hann gefi eilíft líf öllum þeim sem þú hefur gefið honum. 3En það er hið eilífa líf að þekkja þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesú Krist. 4Ég hef gert þig dýrlegan á jörðu með því að fullkomna það verk sem þú fékkst mér að vinna. 5Faðir, ger mig nú dýrlegan hjá þér með þeirri dýrð sem ég hafði hjá þér áður en heimur var til.

6Ég hef opinberað nafn þitt þeim mönnum sem þú gafst mér úr heiminum. Þeir voru þínir og þú gafst mér þá, og þeir hafa varðveitt þitt orð. 7Þeir vita nú að allt sem þú hefur gefið mér er frá þér 8því ég hef flutt þeim þau orð sem þú gafst mér. Þeir tóku við þeim og vita með sanni að ég er frá þér út genginn, og trúa því að þú hafir sent mig.

 

Og er þetta í algerri andstöðu við kenningu kirkjunnar, gegnum aldirnar. Líka er umhugsunarvert, þegar hann talar um Jesú Krist eins og um þriðju persónu sé að ræða, og styrkir það, að mínu áliti, að hér sé um að ræða Mikael erkiengil, sem er sér meðvitaður um tímabundið hlutverk sitt á jörðinni.

 

En hvernig getur Guð almáttugur, Jehóva og Jesús Kristur, rúmast saman í einni persónu og verið JAFNOKAR og eru ekki skapaðir heldur hafa verið til frá upphafi? Og hvað með Maríu May (Virgo Maria), er hún móðir þeirra beggja (og móðir Hins heilaga anda líka)? Það er greinilega eitthvað bogið við þessa kenningu.

 Hvernig útskýrir maður kenninguna?

Í ”Katikismus Lúthers”, hefur Lúther skrifað: ”Trúarjátning okkar inniheldur þrjá liði, af því við trúum á hinn þríeina guð: Föðurinn, Soninn og Hinn heilaga anda. […] Við köllum Guð hinn þríeina, af því að Faðirinn, Sonurinn og Hinn heilagi andi eru þrír og þó hinn sanni og einasti Guð.”

 

Lúther passar sig á að nefna ekki Maríu til sögunnar (hann var katólskur eins og við vitum), því þá fellur þessi ógrundaða kenning um sjálfa sig.

 

Rómversk-Katólska kirkjan segir: ”Heilög þrenning er það hugtak, sem táknar innsta kjarnann í kristinni trú.” Og í Athanasiönsku trúarjátningunni segir: ”Faðirinn er Guð, Sonurinn er Guð og Heilagur andi er Guð og þó eru ekki þrír guðir, heldur einn Guð.” Með öðrum orðum, þá mynda þrjár persónur einn guð. Hver um sig er án upphafs og hafa ávallt verið til. Hver um sig er sagður vera almáttugur og enginn af þeim er sagður vera öðrum fremri. Og svo kemur bænin ”Sankta Maria mater dei” þ.e. Hin heilaga guðsmóðir. Hvernig í ósköpunum er hægt að taka þetta bull alvarlega? Sérstaklega, þegar í heilagri ritningu kemur greinilega fram allt annað sjónarmið Jesú Krists.

Joh. 14:28 28Þér heyrðuð að ég sagði við yður: Ég fer burt og kem til yðar. Ef þér elskuðuð mig yrðuð þér glöð af því að ég fer til föðurins því faðirinn er mér meiri. Og á öðrum stað segir Jesus Kristur:

Joh.6:38 38Ég er stiginn niður af himni, ekki til að gera vilja minn heldur vilja þess er sendi mig.

 

Það er til fleiri tilvitnanir í hin helgu rit, þar sem Jesús segir ótvírætt, ég er Sonurinn og ég er sendur til að gera vilja föður míns . Þegar menn hafa kynnt sér þessar tilvitnanir, þá er það furðulegt, að nokkur trúi á þessa Þrenningarkenningu. Og að prestar þjóðkirkjunnar kenni fermingarbörnum enn í dag að einn guð samanstandi af þremur persónum. Þetta var mér kennt í fermingarundirbúningi (1953). Kannski er ekki gert svo mikið veður út af þessari þrenningarkenningu nú á tímum, en fróðlegt væri að kynna sér fermingarundirbúninginn eins og hann er framkvæmdur í dag, hjá prestum þjóðkirkjunnar. Kannski er kominn kynning á kvenlegu eðli Jehóva inn í fermingarundirbúninginn eins og Kvennakirkjan er upptekin af. Eins og ég hef sagt áður af öðru tilefni, þá er sérhver þjónandi prestur Þjóðkirkjunnar, einhvers konar trúarbragðarhöfundur.

 

Það væri vel þess virði, til að auka hróður Kirkjuþings að taka þetta guðfræðilega efni upp til umræðu en sjálfsagt skortir trúarbragðahöfunda Þjóðkirkjunnar hugrekki til að ”leggja á djúpið”. Og enn meiri sigur yrði það fyrir íslenzku Þjóðkirkjuna, ef það bærist til kristinna söfnuða um allan heim, að Þrenningarkenningin væri fordæmd af íslenzku Lúthersku kirkjunni.

 

Hver skyldi vera uppruni kenningarinnar?

Konstantín mikli gerði kristnina að ríkistrú. Bæði áður og eftir þann atburð var mikil umræða meðal kristinna manna, hvort Jesús væri Guð. Fannst Konstantín vera kominn tími til að ljúka þeirri umræðu. Kallaði hann biskupa hinna kristnu söfnuða til kirkjuþings í Nikeu og mættu þar u.þ.b. 300 biskupar, sem var lítið brot af heildartölu biskupa á þeim tíma.

 

Konstatín var ekki kristinn; kannski að orði, en ekki á borði. Hann þá ekki skírn fyrr en á banabeðinu eins og þekkt er. Hann var sjálfur áhangandi þeirra heiðnu trúarbragða, sem hétu ”Sol Invictus”, þ.e. hann var sóldýrkandi, en það var útbreidd trú á þeim tíma. Konstantín dýrkaði eins og faðir hans ”Hina Ósigruðu Sól”, en trúði því þó, að guð kristinna manna, hefði veitt honum sigra á vígvöllunum. Hann barðist undir Chi-Rho merkinu og vígorðinu:” In Hoc Signo Vinces”

 

Undir þessu merki munt þú sigra.

Þess vegna var það meira hernaðarlegt en trúarlegt sjónarmið, sem lá til grundvallar sinnaskipta hans.

 

Þessi ”heiðingi” stjórnaði kirkjuþinginu í Nikeu. ”Hann sat í forsæti, stjórnaði umræðunni með beinum afskiptum og lagði sjálfur persónulega til orðalag það sem varð niðurstaða þingsins í trúarjátningunni, sem gefin var út af þinginu, að ”Kristur væri af sama uppruna og Guð”. Biskuparnir óttuðust keisarann og skrifuðu undir trúarjátninguna, allir nema tveir. Og margir gegn sannfæringu sinni”.

Þetta segir Encyclopaedia Brittanica. Sem sagt, eftir tveggja mánaða tuð, hjó Konstatín á hnútinn, þessi heiðni pólitíkus og tók afstöðu með þeim, sem héldu fram guðlegum uppruna Jesú. En enginn af biskupunum hélt þrenningarkenningunni fram. Þeir létu nægja að skrifa undir guðlegt eðli Krists.

En Heilagur andi kom ekki inn í myndina á kirkjuþinginu í Nikea og þess vegna má segja, að þrenningarkenningin eigi ekki uppruna sinn í Nikeu. Sviptingarnar um eðli Krists héldu áfram og á tímabili náðu þeir, sem álitu, að Kristur væri ekki jafnoki Guðs, eyrum keisarans, en arftaki Konstatíns , Theodosius snerist gegn þeim að lokum og gerði trúarjátninguna frá Nikeu að undirstöðu kristninnar í ríkinu og kallaði saman kirkjuþing í Konstatínopel 381, til að gera trúarjátninguna skilmerkilegri og á þessu kirkjuþingi urðu menn sammáls um að gera Heilögum anda jafn hátt undir höfði og taka hann inn í myndina. Þrenningarkenningin var fullkomnuð.

 

T R I U N E

Í formála verks Edwards Gibbons: ”Saga Kristninnar” getum við lesið eftirfarandi:

Ef Kristindómurinn sigraði Heiðnina, þá er það jafn augljóst að heiðnin hefur spillt Kristindómnum og skemmt hann. Hinum hreina de-isma (frumgyðistrú) hinna frumkristnu….spillti Rómarkirkjan og gerði að óskiljanlegri þrenningarkenningu (-dogma). Margar af trúarsetningum, sem Egyptar fundu uppá, og urðu seinna fyrirmynd og hugsjón Platons, voru látnar halda sér í kristindómnum og taldar þess virði að trúa”.

 

Í bókinni „A Dictionary of Religious Knowledge, “er staðhæft, að þrenningarkenningin „er siðspilling sótt í heiðin trúarbrögð og komið fyrir í kristinni trú“.

 

Og í „Paganism in Our Christianity“ segir afdráttarlaust: „Uppruni (þrenningarkenningarinnar) er 100% heiðinn“.

 

Hægt er að finna fjöldann allan af „helgimyndum“ úr heiðni, sem sýna „heilaga þrenningu“ viðkomandi trúarbragða. Í hindu-ismanum finnum við hina heilögu þrenningu þeirra „Brahma, Visnu og Siva“. Í Egyptalandi hina „heilögu þrenningu Osiris, Isis og Horus“.

 

Til vinstri á myndinni má sjá egypzka „heilaga þrenningu: Amon Ra, Ramses II og Mut (móðir)“.

Til hægri heilaga þrenningu kirkjunnar. Faðir, Sonur og Heilagur andi; þrír búkar fjórir fætur.

Með öðrum orðum, þá festu ýmsir kirkjufeður, sem voru talsmenn Platon-ismans, heiðna siði og trúarsetningar í kristindóminn. Þetta kemur fram enn þann dag í dag í rituali og kenningum kirkjunnar .

 

Þrenningarkenningin í dag

Kenningin um hinn þríeina guð, virðist hafa einhvers konar heiðurssess í boðskap Þjóðkirkjunnar. Kemur þetta fram í nokkrum predikunum, sem ég hef fundið á Veraldarvefnum og einnig hef ég rekizt á þetta í bloggheimum, sem innlegg bæði lærðra og leikra. Tökum sem dæmi brot úr predikun biskups í Dómkirkjunni 25. Des 2015:

„Í upphafi var Orðið og Orðið var hjá Guði og Orðið var Guð“ með þessum orðum hefur Jóhannes guðspjall sitt. Þetta gæti allt eins verið upphaf á ljóði, en í samhengi textans má ljóst vera, að Orðið sem var í upphafi vísar til Jesú. Ef við setjum orðið Jesús í stað Orðsins með stórum staf, fáum við skýrari mynd af því, sem Jóhannes talar um í guðspjalli sínu“.

 

Í tilvitnuðum orðum úr Jóhannesarguðspjallinu, þarf að íhuga stafsetninguna. Tvisvar kemur Guð fyrir Fyrst sem Guð og seinna sem Guð. Ég vil gera þá athugasemd við stafsetninguna, að í fyrra skiptið er Guð skrifað með réttu með upphafsstaf, en í síðara skiptið vil ég hafa orðið með litlum staf: guð. Ef við förum að ráði biskups og setjum Jesús inn fyrir Orðið, þá hljóðar tilvitnunin á þessa leið: „Í upphafi var Jesús og Jesús var hjá Guði og Jesús var Guð“. Og þá er hægt að draga þessa tilvitnun saman eins og gert er í algebru: „Í upphafi var Jesús hjá sjálfum sér“. Merkilegt að tarna! Ekki satt? Ef við pössum okkur á stafsetningunni, þá verður útkoman önnur: „Í upphafi var Jesús og Jesús var hjá Guði og Jesús var guð(leg sköpun)“.

 

Í bloggheimum hef ég rekizt á eftirfarandi innlegg frá hjúum, sem skrifuðu undir sömu fyrirsögn um jólaleytið: „Guð hefur komið til okkar í líki Jesú Krists“. Því miður hef ég glatað heimildinni. En á netinu hlustaði ég á amerískan leikpredikant, sem safnar peningum frá trúuðum Bandaríkjamönnum, segja eða frekar hrópa: „Það er einungis einn Guð og nafn hans er Jesús!“.

Þarna kemur tvennt fram. Í fyrsta lagi, að höfundar ruglast í ríminu og gera eina persónu úr Guði Almáttugum, Jehóva og Jesús Kristi, en sannkristnir menn halda þeim feðgum aðskildum, sem Föður og Syni. Og í öðru lagi, þá kemur þarna fram alveg nýr misskilningur, að Jehóva og Jesú Kristi sé slengt saman og að Jesús sé Guð kristinna mannasem eigi að tilbiðja sem slíkan og eigi ekkert skylt við Gamlatestamenntið, sem sé trúarbók Gyðinga og að kristnir menn geti alveg litið framhjá Hebresku ritunum. Þetta atriði ræði ég ekki frekar hér.

 

Hvað segir Biblían um Guð og Jesú?

(5Mos 6:4) Heyr Ísrael! Drottinn (Jehóva) er vor Guð; Hann einn er Drottinn (Jehóva)!

(Jes. 42:8) Ég er Drottinn (Jehóva), það er nafn mitt, og dýrð mína gef ég eigi öðrum né lof mitt úthöggnum líkneskjum.

(Jes 45:5) Ég er Drottinn (Jehóva) og enginn annar: Enginn Guð er til nema ég.

Í þessum þremur tilvitnunum kemur greinilega fram, að Guð er einn, (monoteismi, eingyðistrú) – Hrein eingyðistrú og það er enginn munur á því í Gamlatestamenntinu eða Nýjatestamenntinu.

Jesús kallaði Guð „hinn eina sanna guð“ (Joh. 17:3) Hann talaði aldrei um Guð sem samsetta persónu. Þess vegna er það eðlilegt, að Guð sé kallaður Almáttugur. Ef fleiri en einn væru almáttugir, missti merking orðsins marks. Jesús er hins vegar kallaður máttugur.

Þegar Jesús var á jörðinni meðal mannanna var hann maður. En hann var fullkominn, af því að Guð hafði sent lífskraft hans í móðurlíf Maríu. En það var ekki þar, sem líf hans byrjaði. Hann sagði sjálfur, að hann hefði stigið niður til jarðar frá himnum (Joh 6:13) 13Enginn hefur stigið upp til himins, nema sá er steig niður frá himni, Mannssonurinn. Og þess vegna gat hann sagt við lærisveinana (Joh 6:62) 62En ef þér sæjuð Mannssoninn stíga upp þangað, sem hann áður var?

Það liggur sem sé fyrir, að Jesús hefur átt tilveru á himnum, áður en hann kom til jarðarinnar. En var það sem ein persóna í þríeinum guði? Nei, auðvitað ekki, því Biblían segir afdráttarlaust, að hann hafi verið andleg sköpun, skapaður af Guði eins og englarnir. Jesús var í sinni fomannlegu tilveru (Kol 1:15) 15Hann er ímynd hins ósýnilega Guðs, frumburður allrar sköpunar.

 

Ég læt staðar numið með þessa hugleiðingu hér og nú. En vil þá bæta því við, að Jesús er undirgefinn Guði, í tíma, völdum og að þekkingu, þar sem hann er skapaður af Guði Almáttugum; hans einka son.

 

 

 

S O N U R I N N

 

Hinn trúi þjónn

(Jóhannes. 5:19)19Þessu svaraði Jesús og sagði við þá: „Sannlega, sannlega segi ég yður: Ekkert getur sonurinn gert af sjálfum sér. Hann gerir það eitt sem hann sér föðurinn gera.

 

(Jóhannes 6:38) 38Ég er stiginn niður af himni, ekki til að gera vilja minn heldur vilja þess er sendi mig

(Jóhannes 7:16) 16Jesús svaraði þeim: „Kenning mín er ekki mín heldur hans er sendi mig.

 

Alltf sá undirgefni

(Matt. 3:16,17) 16En þegar Jesús hafði verið skírður sté hann jafnskjótt upp úr vatninu. Og þá opnuðust himnarnir og hann sá anda Guðs stíga niður eins og dúfu og koma yfir sig. 17Og rödd kom af himnum: „Þessi er minn elskaði sonur sem ég hef velþóknun á

(Luk. 4:18)

18Andi Drottins er yfir mér /af því að hann hefur smurt mig. /Hann hefur sent mig til að flytja fátækum gleðilegan boðskap, /boða bandingjum lausn /og blindum sýn, /láta þjáða lausa/ 19og kunngjöra náðarár Drottins (Jehóva).

(Matt. 20:23) 23Hann segir við þá: „Kaleik minn munuð þið drekka en ég ræð því ekki hver situr mér til hægri handar eða vinstri. Það veitist þeim sem faðir minn hefur ákveðið.“ (Sebedussynir).

(Luk 22:42) 42„Faðir, ef þú vilt, þá tak þennan kaleik frá mér! En verði þó ekki minn heldur þinn vilji.“

(Mark 15:34) 34Og á nóni kallaði Jesús hárri röddu: „Elóí, Elóí, lama sabaktaní!“ Það þýðir: Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?

(Luk 23:46) 34Og á nóni kallaði Jesús hárri röddu: „Elóí, Elóí, lama sabaktaní!“ Það þýðir: Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?

(Jóhannes 14:28) 28Þér heyrðuð að ég sagði við yður: Ég fer burt og kem til yðar. Ef þér elskuðuð mig yrðuð þér glöð af því að ég fer til föðurins því faðirinn er mér meiri.

Sjálfstæð persóna

(Jóhannes 3:12-14) 12Ef þér trúið eigi þegar ég ræði við yður jarðnesk efni, hvernig skylduð þér þá trúa er ég ræði við yður um hin himnesku?13Enginn hefur stigið upp til himins nema sá er steig niður frá himni, Mannssonurinn.

Hvernig geta katólikkar komið himnaför Maríu heim og saman við þessi orð? Sbr. Páfaúrskurð Piusar XII þ. 1. nóvember 1950).

Þrieinir eða þríhöfða guðir úr nokkrum þekktum heiðnum trúarbrögðum og sýnir áhrif heiðni í kristindóminn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband