Rætur Guðsafneitunarinnar

 

 

Heimurinn hefur verið í alvarlegri úlfakreppu mjög lengi; kannski frá upphafi vega. Nú á tímum hafa fréttir um blóðug átök víðs vegar í heiminum og tvær heimstyrjaldir, vakið þá spurningu hjá mörgum: Hvar er Guð? Hvers vegna lætur hann þetta viðgangast án þess að grípa inn? Í gegnum tíðina hafa alltaf heyrzt raddir þeirra er afneita Guði, en það er fyrst á síðustu tveimur eða þremur öldum, sem Guðsafneitunarstefnan (Ateismi) hefur náð verulegri útbreiðslu og náð skipulagningu sem eins konar trúarheimspeki, sem fjöldinn allur af mönnum aðhyllast. Þess vegna er það ekki úr vegi að velta fyrir sér, hvert upphaf þessarar Guðsafneitunarkenningar er.

Stór tré eru glæsileg á að horfa, en við sjáum eingöngu stofnana, greinarnar, blöðin og krónur trjánna. Við sjáum ekki eða gerum okkur neina grein fyrir rótakerfi þessara mikilfenglegu baðma. Ræturnar, sem trén eru vaxin af, eru nefnilega huldar sjónum okkar, djúpt grafnar í jörðu. Þannig er þetta líka með Guðsafneitunina, hún virðist standa föstum rótum á djúpu og kraftmiklu rótarkerfi. En er það nú svo?

Á nítjándu öldinni var hugmyndin um, að enginn Guð sé til, orðin að stóru tré. Gat það verið, að sköpun heimsins og lífsins hafi verið án aðkomu skapandi Guðs? Og er það hrein tímaeyðsla, að tilbiðja slíkan Skapara? Hugsuðir nítjándu aldar, sem voru í fremstu víglínu, efuðust ekki um svarið.

Alveg eins og við höfum ekki þörf fyrir siðapredikanir, höfum við enga þörf fyrir trúarbrögð“, sagði Friedrich Nietzsche. Ludwig Feuerbach staðhæfði: „Trúarbrögð eru eingöngu draumórar mannsins.“ Og Karl Marx gaf þá yfirlýsingu: „Ég vil leysa hugsunina úr hlekkjum trúarbragðanna.“

Fjöldinn allur aðhylltist þessar kenningar, en það sem þeir heyrðu og sáu, var aðeins blöð og greinar á baðmi Guðsafneitunarkenningarinnar. Hið ósýnilega rótarkerfi, hafði dafnað og breitt úr sér löngu áður en þessir spekingar komu til sögunnar. Kristin kirkja hafði sjálf vökvað og nært Guðsafneitunina á síðustu tímum, þar sem stofnanir kirkjunnar vor svo yfirfullar af siðferðisbrestum og spillingu, að það vakti óendanleg vonbrigði og reiði meðal almennings, enda oft ekki hægt að fela þessa spillingu; græðgi, valdafíkn og kúgun, sem biskupar og fyrirmenn í kirkjunni voru staðnir að gegnum allar miðaldir, eftir að kirkjan varð að ríkiskirkju. „Yfirmenn kirkjunnar virtust ekki geta valdið því hlutverki, að næra íbúana hinni andlegu þörf“ eins og sagt er í Encyklopedia Americana, „ í yfirstjórn kirkjunnar voru prelátar og sérstaklega biskuparnir sóttir í raðir aðalsins og sem biskupar litu þessir aðalsmenn á embættin, sem leið til valda og áhrifa.“

Þegar Kalvín og Lúther ásam ýmsum öðrum, reyndu að siðbæta kirkjuna, gerðist það ekki alltaf í anda kristilegs kærleika. Aðferðir siðbótahreyfinganna lýttust oft og tíðum af umburðarleysi og blóðsúthellingum. Stundum var ofbeldið, sem beitt var, svo óhugnanlegt, að Thomas Jefferson, 3. forseti Bandaríkjanna ritaði 300 árum seinna: „Það er skömminni skárra að afneita Guði, heldur en að sæma hann þeim viðbjóðslegu eiginleikum sem Kalvín leyfir sér að gera.“

Það liggur í augum uppi, að Siðbótahreyfingunum tókst ekki að endurvekja hina einu sönnu dýrkun á Skaparanum, en náðu samt árangri í að minnka áhrif katólsku kirkjunnar. Sérstaklega með tilliti til þess, að nú hafði katólska kirkjan ekki lengur einokun á trúarbrögðunum; Biblían varð aðgengileg almúganum. Margir flykktust í þessar siðbótahreyfingar, en aðrir urðu fyrir svo miklum vonbrigðum, að þeir gerðu mannlega skynsemi að nokkurs konar trúarbrögðum. Meðal menntamanna skapaðist eins konar frjálslyndi í trúmálum, sem nærði mismunandi skilning á Guði.

Á 19du öldinni var brjóstvit almennings dýrkað eins og hinn eini og sanni vizkusteinn. Þýzki heimspekingurinn Immanuel Kant skoraði á almenning: „Sýnið þor og byggið á eigin skynsemi.“ Þetta var aðalinntak hugsuða á þeim tíma og tíminn kallaður Upplýsingatíminn eða tími Rökhyggjunnar. Og allan þann tíma, var Efahyggjan sett í hásætið og menn settu spurningarmerki við hina gömlu heimsmynd.

Auðvitað slapp kristin trú ekki við þessa efahyggju. Nú sættu menn sig ekki við himneskt loforð um betri tíma; kröfðust betri lífskjara hér og nú í þessu lífi.

Í Bandaríkjunum var verkalýðsleiðtogi af sænskum ættum, John Brown, sem barðist fyrir bættum kjörum námmuverkamanna og verkalýðsins almennt. Hann var seinna tekinn af lífi fyrir upplognar sakir, en um hann var kveðið og sungið (enn í dag) og hendingar úr söngtextanum hljóða svo: ... Preachers go preaching and say// Work and prey// Liv on hey// You´ll get pie in the Sky, when you die... Lokhendingu þessa hefur Þórbergur þýtt sem: „ ... þú færð kjöt, þú færð föt, þegar uppljúkast himinsins göt.“

Það var þessi kenning kirkjunnar, sem óþolinmóðir kristnir áttu erfitt með að sætta sig við. Og þegar Biblían var nú aðgengileg fyrir alla, þá kom í ljós, hvernig katólska kirkjan hafði misnotað Biblíuna til að auka vald sitt og tryggja sig í sessi annars vegar, en hins vegar skirrzt við að sýna náungakærleika, fyrirgefningu og veita öryggi. Það sama má segja um mótmælendakirkjuna.

Afur á móti er einn reginmunur á viðhorfi þessara tveggja kikrkjudeilda til Biblíunnar. Katólska kirkjan hefur aldei hafnað Biblíunni, hvorki GT eða NT; kirkjan hefur ávalt staðhæft, að Biblían sé Guðs orð og jafnvel talið Apókrýfurnar til Hinna helgu rita. Algengt er að lesið sé upp úr apókrýfunum í messum katólskra, t.d. Síraksbók.

Mótmælendakirkjan hefur hins vegar afskrifað Hin helgu rit sem Guðs orð og telur Biblíuna vera mannanna verk. Samin af nafngreindum höfundum, sem safnað hafi furðusögum og ævintýrum í þetta verk. Hér er auðvitað átt við þá guðfræðinga, sem gengið hafa lengst í því að afneita tilvist Guðs almáttugs og ekki nóg með það, heldur afskrifað Jóhannesar guðspjallið sem bábilju og telja það samið löngu eftir daga Krists. Þrátt fyrir, að að það liggi fyrir, að Jóhannes guðspjallamaður hafiverið systursonur Jesu Krists og að guðspjallið sé samið í Efesus eða nágrenni árið 98. Jóhannes er einnig höfundur 3ja bréfa Jóhannesar og einnig ritaði hann Opinberunarbókina í útlegð sinni á eyjunni Patmos, sem liggur í Eyjahafinu, vestur af Efesos (í Tyrklandi) og austur af Aþenu (í Grikklandi).

Hvers vegna skyldu nú þessum róttæku guðfræðingum vera svona illa við Jóhannesarguðspjallið? Skýringin er sú, að í guðspjallinu er komið inn á hluti, sem ekki er að finna í hinum þremur guðspjöllunum, svo kölluðum Samstofna guðspjöllum. En skýringin á því er einfaldlega sú sérstaða, sem Jóhannes hafði meðal lærisveina Jesú og innan raða postulanna. Dæmi:

(Joh. 3:12-14). 13Enginn hefur stigið upp til himins nema sá er steig niður frá himni, Mannssonurinn.

Ef þetta er rétt, þá eru huggunarorð presta til ekkna og ekla, um að ástvinir séu nú komnir til himna og gengið inn í fögnuð herra síns, hrein bábylja.

Og hversu mikil sannindi eru fólgin í páfaúrskurði Piusar XII þ. 1. nóvember 1950 um himnaför Maríu guðsmóður? Hvernig geta katólikkar komið himnaför Maríu heim og saman við þessi orð? Annað dæmi er:

(Jóhannes 6:38) 38Ég er stiginn niður af himni, ekki til að gera vilja minn heldur vilja þess, er sendi mig.

Ef þessi orð standa, þá er Þrenningarkenningin hrein villutrú. Þess vegna er það svo, að mótmælendur opnuðu nokkurs konar Pandórubox, þegar almúginn fékk Biblíuna í hendur. Þá varð ekki bara augljóst hversu víðtækar mistúlkanir kirkjunnar voru, heldur kom í ljós, að ýmislegt, sem menn höfðu framið í góðri trú, var bannað samkvæmt Biblíunni og fordæmt. Til dæmis saurlifnaður hvers konar. Einfaldara var að fordæma Biblíuna heldur en að breyta lifnaðarháttum. Kannski aðal orsök Guðsafneitunarinnar og ríkjandi villutrúar eins og við þekkjum hana í dag, eftir að kirkkjan hefur lagt blessun sína yfir og opnað fyrir giftingu samkynhneigðra í kirkjum mótmælenda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband