Færsluflokkur: Trúmál

Betlehemstjarnan

 Nokkrir ferðamenn komu frá Austurlöndum. Þeir voru stjörnuspámenn, en slíkir staðhæfa, að geta sagt fyrir um framtíðina, með því að rannsaka og þýða gang himintungla. - Í heimabyggð þeirra uppgötvuðu þeir nýja stjörnu á himninum og nú höfðu þeir fylgt henni mörg hundruð kílómetra til Jerúsalem.

      Þegar þeir eru komnir til Jerúsalem, spyrja þeir: „Hvar er hinn nýfæddi konungur Gyðinga? Því við höfum séð stjörnu hans, og við erum komnir til að votta honum lotningu okkar“. (Matt. 2:1,2)

      Heródesi konungi í Jerúsalem verður órótt, þegar honum berst þetta til eyrna og kallar æðstu prestana á fund sinn og spyr þá, hvar Messías muni fæðast. Þeir vísa á Hin helgu rit og segja: „Í Betlehem“. Strax sendir Heródes boð eftir stjörnuspámönnunum og segir við þá: „Farið og leitið gaumgæfilega að hinu litla barni, og þegar þið hafið fundið barnið, þá látið mig vita, svo ég geti líka sýnt barninu lotningu mína. (Matt. 2:1,2)“ Auðvitað vill Heródes finna barnið til að geta deytt það.

      Þegar stjörnuspámennirnir leggja af stað til Betlehem, kemur í ljós, að þetta er engin venjuleg stjarna, því stjarnan fer á hreyfingu og ferðalangarnir fylgja henni, þar til hún stanzar yfir húsi því, þar sem Jósef og María dvöldu. Þegar þeir ganga inn í húsið, finna þeir Maríu með Jesú barnið. Þeir falla fram og sýna barninu lotningu og taka fram gjafir úr fórum sínum: gull, reykelsi og mirru.

      Seinna, þegar þeir eru tilbúnir til heimferðar með viðkomu hjá Heródesi, til að segja honum hvar barnið er, þá aðvarar Guð þá í draumi um að fara ekki til Heródesar, og þess vegna halda þeir heim á leið eftir öðrum leiðum, (Matt. 2:1-12 og Mika 5:1).

      Heródes varð vitstola þegar hann uppgötvaði svikin og skipaði svo fyrir, að sveinbörn þriggja ára og yngri í Betlehem skyldu öll tekin af lífi. En áður en það gerðist birtist engill Jósef í draumi og sagði honum að fara með fjölskylduna til Egyptalands og dvelja þar til Heródes yrði allur.

Þegar vitringarnir voru farnir þá vitrast engill Drottins Jósef í draumi og segir: „Rís upp, tak barnið og móður þess og flý til Egyptalands. Þar skaltu vera uns ég segi þér því að Heródes mun leita barnsins til að fyrirfara því.“ (Matt. 2:13). Í Egyptalandi birtist enn engill Jósef í draumi og sagði við hann „Rís upp, tak barnið og móður þess og far til Ísraelslands. Nú eru þeir dánir sem sátu um líf barnsins.“ (Matt. 2:20) og þannig rættist spádómurinn: „Þegar Ísrael var ungur fékk ég ást á honum og kallaði son minn frá Egyptalandi.(Hóseas 11:1).

      Þegar þessi frásögn er lesin í NT, þá vakna spurningar: 1. Hver setti þessa stjörnu á himininn? og 2. Hvaða hlutverki á hún að gegna?

       Ég held að það sé ekki nokkur vafi á því, að Satan Djöfullinn hefur sett þessa stjörnu á himininn. Og tilgangurinn er augljós. Hann hefur vonað að stjörnuspámennirnir segðu Heródesi frá Jesú, svo Heródes gæti deytt Jesú. Undarlegt er það, að stjarnan leiddi ekki stjörnuspámennina beint til Betlehem, heldur til Jerúsalem; og hvernig Heródes kemur inn í myndina. Einnig hvernig stjarnan vísaði þeim veginn að húsi því í Betlehem, þar sem Jósef og María dvöldu.

      Hægt er að læra af þessu, að í hvert sinn, sem Jehóva setur sig í samband við mannlega veru, þá gerist það í draumi, eða að engill er sendur með skilaboðin (Gabríel) eða Jehóva birtist í myndbreyttu ástandi (logandi runni og hvít dúfa), Satan notar ekki þessar aðfarir. Því er augljóst, að Satan notaði „Stjörnuna“ til að koma Heródesi á sporið, svo hann gæti drepið Jesú.

 

 

 

https://d.docs.live.net/0ef4dbc2f72a8015/m7y8-betlehemstjarnan.docx

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband